| Kvika streymir og kraftar losna
|
| Klettar brenna, (klettar brenna)
|
| Barnið dreymir en taugar trosna
|
| Tárin renna (tárin renna)
|
| Bráðna steinar og bergið flýtur
|
| Brostnir draumar, (brostnir draumar)
|
| Ljósið veinar og loginn hvítur
|
| Landið kraumar, (landið kraumar)
|
| Bálið sem veldur bardögum
|
| Bjarma á kveldið kastar
|
| Surtur fer heldur hamförum
|
| Hér sefur eldur fastar
|
| Jötnar æða um jörð í molum
|
| Jöklar gráta
|
| Ísinn bræða á æstum kolum
|
| Æpir hnáta
|
| Móðir huggar þar mædda dóttur
|
| Múspell fagnar (Múspell fagnar)
|
| Dansa skuggar er dofnar þróttur
|
| Dagur þagnar (Dagur þagnar)
|
| Þú deyrð í nótt!
|
| (Himinninn er hulinn sóti
|
| Hraunið rennur okkur móti
|
| Svartnætti til allra átta
|
| Illt er myrkur Múspellsnátta)
|
| (Finnum hvernig fætur svíða
|
| Feigir eftir okkur bíða
|
| Saman munum lífið láta
|
| Lítil rödd er hætt að gráta
|
| Ryðst úr sprungum, gjám og gjótum
|
| Gríðarbál í risafljótum
|
| Loki gefur lausan tauminn
|
| Leikur sér við stríðan strauminn)
|
| Liggjum við á litlu skeri
|
| Lyftist glóðin nær
|
| Sárt að hérna beinin beri
|
| Barnung dóttir kær
|
| Loks ég finn að lítill skrokkur
|
| Lætur eftir sitt, (lætur eftir sitt)
|
| Hraunið breiðir yfir okkur
|
| Elsku barnið mitt, (elsku barnið mitt) |